BH-C, BM, KR-D og BR-C leika til úrslita í 3. deild
Leikir í 9. og 10. umferðum 3. deildar fóru fram í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 11. febrúar. Að loknum 10 umferðum er ljóst hvaða lið munu leika til úrslita í 3. deild í vor. Úr A-riðli koma BH-C og KR-D en úr B-riðli leika BM og BR-C í úrslitakeppninni.
Í A-riðli var lið BH-C með fullt hús stiga fyrir síðasta leikdaginn en liðið tapaði sínum fyrstu stigum í dag. Þrátt fyrir það vann liðið A-riðil með 17 stig. KR-D varð í 2. sæti með 15 stig. Næst kom Garpur með 11 stig, BR-B með 8 stig, KR-F með 5 stig og ÍFR með 4 stig.
Lið BM fór taplaust í gegnum B-riðil en gerði tvö jafntefli. Liðið vann B-riðil og lauk keppni með 18 stig en BR-C fékk 16 stig. Þá kom KR-G með 12 stig, KR-E með 6 stig, Víkingur-D með 5 stig og HK-D fékk 3 stig.
Undanúrslit í 3. deildinni fara fram þann 6. apríl og úrslitin verða leikin 13. april.
Á forsíðunni má sjá lið KR-D, úr myndasafni.
Úrslit úr einstökum viðureignum:
A riðill
KR-D – BR-B: 6-2
KR-F – BH-C: 5-5
Garpur – ÍFR: 6-0 (ÍFR mætti ekki til leiks)
BH-C – Garpur: 2-6
BR-B – KR-F: 2-6
ÍFR – KR-D: 0-6 (ÍFR mætti ekki til leiks)
B riðill
KR E – HK D: 6-0
KR-G – BR-C: 3-6
Víkingur-D – BM: 1-6
BR C – Víkingur D: 6-4
HK-D – KR-G: 3-6
BM – KR-E: 6-1