BH-C er eina liðið í 3. deild með fullt hús eftir fjórar umferðir
Þriðja og fjórða umferð í 3. deild karla voru leiknar í Íþróttahúsinu við Strandgötu sunnudaginn 22. október.
Eftir fjórar umferðir er bara eitt lið með fullt hús stiga, en það er lið BH-C sem leikur í A-riðli. KR-D fylgir á eftir með sex stig.
Í B-riðli er keppnin jafnari. Þar eru þrjú lið efst og jöfn með sex stig, BR-C, BM og KR-G. Alls hefur fimm leikjum í riðlinum lokið með jafntefli.
Úrslit úr leikjum 22. október
A-riðill
KR-D – BH-C 1-6
KR-F – Garpur 1-6
BR-B – ÍFR 0-6 (BR-B mætti ekki)
BR-B – KR-D 0-6 (BR-B mætti ekki)
BH-C – KR-F 6-1
ÍFR – Garpur 2-6
B-riðill
KR-E – BR-C 1-6
KR-G – Víkingur-D 6-0 (Víkingur-D mætti ekki)
HK-D – BM 1-6
HK-D – KR-E 3-6
BR-C – KR-G 5-5
BM – Víkingur-D 6-0 (Víkingur-D mætti ekki)
Öll úrslit úr deildinni eru komin á vef Tournament Software, https://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=EC0BEF61-8B74-41CA-A451-36F209961236&event=5
Forsíðumynd af fésbókarsíðu BTÍ, tekin á opnu móti BH 9. október.