BH deildarmeistari í 1. deild kvenna og KR-C sigraði í 2. deild
BH stóð uppi sem deildarmeistari í 1. deild kvenna eftir að seinni umferðin í deildinni var leikin í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 29. mars. Liðið lauk keppni með sjö stig, lið Víkings hlaut fjögur stig og A-lið KR eitt stig.
Í lokaleiknum, á milli BH og Víkings, léku 5 konur sem höfðu orðið Íslandsmeistarar í einliðaleik í meistaraflokki og sú sjötta sat á bekknum hjá Víkingi. Hin norska Vivian Huynh var eini leikmaðurinn í leiknum sem ekki hafði unnið þann titil.
Lið deildarmeistara BH skipuðu þær Agnes Brynjarsdóttir, Sól Kristínardóttir Mixa og Vivian Huynh.
Lið BH og Víkings mætast svo í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn laugardaginn 5. apríl.
Úrslit úr einstökum leikjum í 1. deild kvenna:
KR-A – Víkingur 5-5
BH – KR-A 6-2
Víkingur – BH 5-5
Úrslit réðust einnig í 2. deild kvenna. KR-C sigraði og varð Íslandsmeistari og hlaut liðið sex stig. KR-B fékk fjögur stig og lið Garps tvö stig.
Leikmenn sem hafa leikið með KR-C á keppnistímabilinu eru Anna Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Gestsdóttir, Hrefna Namfa Finnsdóttir, Kristjana Áslaug Káradóttir Thors og Sigurlína H. Guðbjörnsdóttir.
Úrslit úr einstökum leikjum í 2. deild kvenna:
KR-C – KR-B 6-4
Garpur – KR-C 6-4
KR-B – Garpur 6-2
Úrslit í einstökum viðureignum koma á vef Tournament Software á næstu dögum.