Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH, Dímon, Garpur, HK, KR og Laugdælir unnu flokkakeppnistitlana

Íslandsmótið í liðakeppni unglinga, sk. flokkakeppni, var haldið í Íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli laugardaginn 11. október 2025. Keppt var í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna: 13 ára og yngri, 14-15 ára og 16-18 ára. Alls voru 30 lið skráð til leiks, þar af kom um helmingur liða frá Suðurlandi. Þar á meðal voru keppendur frá UMFG (Ungmennafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps) og er það í fyrsta skipti sem þeir taka þátt í þessu móti.
Meðal verðlaunahafa var leikmaður frá Stokkeyri, Edward Eiden og er þetta hugsanlega fyrstu borðtennisverðlaun Stokkseyrar á Íslandsmóti.

Verðlaunahafar:

Piltar 13 ára og yngri:

1. HK-A (Benedikt Darri G. Malmquist og Brynjar Gylfi G. Malmquist)
2. HK-C (Jörundur Steinar Hansen og Andri Sigurjón Hrundarson)
3.-4. Dímon (Guðmundur Ársælsson og Breki Þórarinn Þórisson)
3.-4. Garpur (Guðmundur Ólafur Bæringsson og Aron Einar Ólafsson)

Telpur 13 ára og yngri: Sjá mynd á forsíðu

1. Dímon/Garpur (Marsibil Silja Jónsdóttir og Guðbjörg Stella Pálmadóttir)
2. KR-A (Júlía Fönn Freysdóttir, Anna Villa Sigurvinsdóttir og Helga Ngo Björnsdóttir)
3.-4. KR-B (Soffía Ramona Devaney og Álfrún Milena Kvaran)
3.-4. Selfoss (Linda Björt Jóhannsdóttir og Saga Katrín Sveinbjörnsdóttir)

Sveinar 14-15 ára:

1. BH-B (Ari Jökull Jóhannesson og Sindri Þór Rúnarsson)
2. BH-A (Sigurður Einar Aðalsteinsson og Benjamín Bjarki Magnússson)
3. Garpur (Þorgeir Óli Ólafsson, Geir Thorberg Geirsson og Sævar Hörður Sverrisson)
4. Selfoss/Stokkseyri (Edward Eiden og Sindri Snær Steinarsson)

Meyjar 14-15 ára:

1. Garpur/Umf. Laugdælir (Guðný Lilja Pálmadóttir og Védís Daníelsdóttir)
2. KR (Emma Hertervig og Greta Sólrún McLaughlin)

1. KR (Lúkas André Ólason og Viktor Daníel Pulgar)
2. BH (Hergill Frosti Friðriksson og Heiðar Leó Sölvason)
3. Garpur/Selfoss (Anton Óskar Ólafsson og Almar Elí Ólafsson)

Stúlkur 16-18 ára:

1. KR-A (Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir)
2. Garpur (Lea Mábil Andradóttir, Sóldís Lilja Sveinbjörnsdóttir og Weronika Grzegorczyk)
3. KR-B (Þórunn Erla Gunnarsdóttir og Marta Dögg Stefánsdóttir)
4. Dímon (Magnea Ósk Hafsteinsdóttir og Hildur Vala Smáradóttir)

Úrslit úr öllum leikjum verða á næstunni aðgengileg á vefsíðu mótsins, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=8EB26446-6CCE-41C8-982B-6BACD98FEB79

Myndir frá Bæring Jóni Guðmundssyni.

Aðrar fréttir