Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH/KR, HK, KR, KR/Víkingur og Víkingur unnu Íslandsmeistaratitlana í flokkakeppni unglinga

Verðlaunahafar í flokki sveina fæddra 1999 og síðar. Ellert Kristján Georgsson vantar á myndina, sem Ásta M. Urbancic tók.

Íslandsmeistaramótið í
flokkakeppni unglinga fór fram í KR-heimilinu við  Frostaskjól í dag.
Þátttakendur komu frá BH, Dímon, HK, KR og Víkingi. Alls mætti 31 lið til leiks, þar af rúmlega helmingur í flokki sveina fæddra 1999 og síðar.

KR sigraði í báðum yngstu flokkunum, þ.e. meyja og sveina fæddra 1999 og síðar. HK sigraði í flokki stúlkna fæddra 1996-1998 og Víkingur
vann í flokki drengja fæddra 1996-1998. Í flokki stúlkna fæddra 1993-1995
sigraði sameiginlegt lið KR og Víkings og sameiginlegt lið BH og KR í flokki
drengja fæddra 1993-1995. 
Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill
BH í liðakeppni í borðtennis.

KR vann titilinn í flokki sveina 10. árið í röð.

ÁMU

Aðrar fréttir