Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH, KR og Umf. Samherjar unnu titlana í tvenndarleik á Íslandsmóti unglinga

Leikið var til úrslita í þremur aldursflokkum í tvenndarleik á fyrri degi Íslandsmóts unglinga að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 14. apríl. BH, KR og Umf. Samherjar unnu fyrstu titla mótsins í tvenndarleik.

Í tvenndarleik leikmanna fæddra 2005 og síðar sigruðu Eiríkur Logi Gunnarsson og Berglind Anna Magnúsdóttir, KR, í tvenndarleik leikmanna fæddra 2003-2004 þau Heiðmar Örn Sigmarsson og Hildur Marín Gísladóttir Umf. Samherjum, og í tvenndarleik leikmanna fæddra 2000-2002 urðu Íslandsmeistarar Magnús Gauti Úlfarsson og Sól Kristínardóttir Mixa (sem er fædd árið 2006) úr BH.

Leikið verður til úrslita í einliðaleik og tvíliðaleik sunnudaginn 15. apríl og þá verða krýndir Íslandsmeistarar í 14 flokkum til viðbótar.

Sýnt var beint frá viðureignum á mótinu á Facebook síðu BTÍ.

Verðlaunahafar í tvenndarleik

Tvenndarkeppni fædd 2005 og síðar

  1. Berglind Anna Magnúsdóttir/Eiríkur Logi Gunnarsson, KR
  2. Alexía Kristínardóttir Mixa/Kristófer Júlían Björnson, BH

3.-4. Freyja Dís Benediktsdóttir/Gunnar Þórisson, KR

3.-4. Sólveig Kristinsdóttir/Ingólfur Gislason, Umf. Samherjar/Akur

Berglind og Eiríkur unnu úrslitaleikinn 3-0 (11-8, 11-6, 11-4) og töpuðu ekki lotu á mótinu. Sólveigu og Ingólf vantar á myndina.

Tvenndarkeppni fædd 2003-2004

  1. Hildur Marín Gísladóttir/Heiðmar Örn Sigmarsson, Umf. Samherjar
  2. Þóra Þórisdóttir/Úlfur Hugi Sigmundsson, KR/Umf. Samherjar

3.-4. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir/Matthías Benjamínsson, KR

3.-4. Þuríður Þöll Bjarnadóttir/Thor Thors, KR

Hildur og Heiðmar unnu í baráttuleik sem lauk 3-1 (14-12, 9-11, 11-7, 11-6).

Tvenndarkeppni fædd 2000-2002

  1. Sól Kristínardóttir Mixa/Magnús Gauti Úlfarsson, BH
  2. Þórunn Ásta Árnadóttir/Birgir Ívarsson, Víkingur/BH

3.-4. Ársól Clara Arnardóttir/Ellert Kristján Georgsson, KR

3.-4. Agnes Brynjarsdóttir/Ingi Darvis Rodriguez, Víkingur

Sól og Magnús Gauti unnu úrslitaleikinn 3-0 (11-6, 11-8, 11-3) en töpuðu einni lotu í undanúrslitunum gegn Agnesi og Inga. Bæði Sól og Agnes eru fæddar árið 2006, og spiluðu því upp fyrir sig sem nemum tveimur aldursflokkum.

Öll úrslit á mótinu eru aðgengileg á síðu mótsins á vef Tournament Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=8F495D03-31D9-435E-B249-13B75BDCEE25

Myndir frá Brynjari Ólafssyni en mynd á forsíðu frá undirritaðri.

 

ÁMU (uppfært 17.4.)

 

Aðrar fréttir