Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH, KR og Víkingur Íslandsmeistarar í flokkakeppni unglinga

Keppt var um Íslandsmeistaratitlana í flokkakeppni unglinga í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 7. mars. Um 30 lið voru skráð til leiks en 5 lið frá Garpi og Selfossi afboðuðu sig vegna veikinda. Lið frá Stjörnunni tók þátt í mótinu í fyrsta skipti í mörg ár auk liða frá BH, HK, KR og Víkingi.

Keppt var í þremur aldursflokkum drengja og stúlkna 13 ára og yngri, 14-15 ára og 16-18 ára. Aðeins eitt lið var skráð til leiks í flokki meyja 14-15 ára, frá BH, en skv. reglugerð BTÍ var það lið flutt upp í stúlknaflokk 16-18 ára og enginn Íslandsmeistaratitill veittur í meyjaflokki.

Piltar 13 ára og yngri

1. BH-A (Alexaner Ivanov, Nikulás Dagur Jónsson)

2. KR-A (Logi Þórólfsson, Tómas Hinrik Holloway)

3.-4. BH-C (Gestur Breiðfjörð Sigurðsson, Gunnar Viðar Rúnarsson, Styrmir Haukur Sigurðsson)

3.-4. BH-D (Dagur Fannar Jóhannesson, Heiðar Þór Þrastarson)

Þetta var fjölmennasti flokkurinn og keppt í tveimur riðlum. Síðan var leikið upp úr riðlunum til úrslita með útslætti. Lið BH-A vann þriðja árið í röð og lagði A-lið KR 3-1 í úrslitaleiknum.

Telpur 13 ára og yngri

1. KR-A (Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, Helena Árnadóttir)

2. BH – HK (Elísa Þöll Bjarnadóttir, Þórdís Lilja Jónsdóttir)

3. KR-B (Iðunn Helgadóttir, Patrycja Sóla Níton)

4. KR-C (Gunnhildur Sturludóttir, Hrefna Dís Héðinsdóttir)

KR-A vann alla sína leiki og sigraði sameiginlegt lið BH og HK 3-1 í úrslitaleik. Þetta er fjórða árið, sem keppt er í þessum flokki en fyrsti titill KR í flokknum.

Sveinar 14-15 ára (sjá mynd á forsíðu)

1. Víkingur (Dagur Stefánsson, Jón Arnar Finnbogason)

2. KR-A (Gunnar Þórisson, Ólafur Steinn Ketilbjörnsson)

3. BH (Benóný Vikar Stefánsson, Kristófer Júlían Björnsson)

4. KR-B (Eysteinn Jóhannesson, Guttormur Arnórsson, Kormákur Hólmsteinn Friðriksson)

Keppnin var spennandi í þessum flokki og lauk sex leikjum af tíu með 3-2 sigri. Víkingar unnu alla leiki sína og hlutu 8 stig en KR-A og BH fengu 4 stig. KR-B og KR-C fengu 2 stig.

Drengir 16-18 ára

1. BH – Víkingur (Ingi Darvis Rodriguez, Þorbergur Freyr Pálmarsson)

2. KR-A (Eiríkur Logi Gunnarsson, Ingi Brjánsson)

3. KR-B (Benedikt Vilji Magnússon, Steinar Andrason)

4. Stjarnan (Bjarki Heiðarsson, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson)

Sameiginlegt lið BH og Víkings, með Íslandsmeistarann Inga Darvis innanborðs, sigraði A-lið KR 3-2, þar sem Ingi vann báða sína leiki og liðið vann tvíliðaleikinn 3-1.

Stúlkur 16-18 ára

1. KR (Berglind Anna Magnúsdóttir, Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Þóra Þórisdóttir)

2. Víkingur (Agnes Brynjarsdóttir, Lóa Floriansdóttir Zink)

3. BH – KR (Sandra Dís Guðmundsdóttir, Þuríður Þöll Bjarnadóttir)

KR sigraði Víking 3-2 í úrslitaleiknum, þar sem 11-9 sigur í oddalotunni í tvíliðaleik hjá Kristínu og Þóru réði úrslitum. Söndru Dís vantar á myndina af verðlaunahöfunum.

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.

Aðrar fréttir