Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH, KR og Víkingur sigruðu í flokkakeppni unglinga

Flokkakeppni unglinga fór fram í TBR-húsinu sunnudaginn 21. febrúar. Auglýst var keppni í 6 flokkum en keppni féll niður í flokki ungmenna stúlkna 19-21 árs. Keppendur komu frá BH, KR og Víkingi.

Víkingar sigruðu í flokkum sveina og meyja fæddra 2001 og síðar, BH í flokki drengja og KR í flokki stúlkna fæddra 1998-2000 og KR í flokki ungmenna drengja fæddra 1995-1997.

Úrslit í einstökum flokkum

Flokkak ungl 2016 sveinar

Sveinar 15 ára og yngri (fæddir 2001 og síðar)

  1. Víkingur (Ingi Darvis Rodriquez, Ísak Indriði Unnarsson)
  2. KR-A (Ingi Brjánsson, Kári Ármannsson)

3.-4. KR-B (Ellert Kristján Georgsson, Karl A. Claesson)

3.-4. KR-C (Elvar Kjartansson, Jóhannes Kári Yngvason)

Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi, þar sem Ingi Darvis lagði Kára 3-2 og Ingi Brjánsson vann Ísak 3-0. Víkingarnir unnu svo tvíliðaleikinn 3-2 og tóku forystu í leiknum. Kári lagði Ísak 3-1 en Ingi Darvis vann Inga Brjánsson 3-0 og tryggði Víkingum titilinn. Víkingur vann síðast í þessum flokki árið 2004 en Íslandsmeistararnir í flokknum í fyrra léku nú í drengjaflokki.

Flokkak ungl 2016 meyjar

Meyjar 15 ára og yngri (fæddar 2001 og síðar)

  1. Víkingur-A (Stella Karen Kristjánsdóttir, Þórunn Ásta Árnadóttir)
  2. KR-B (Guðbjörg Liv Margrétardóttir, Lára Ívarsdóttir)

3.-4. KR-A (Karitas Ármannsdóttir, Lilja Liv Margrétardóttir)

3.-4. KR-C (Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, Kristjana Áslaug Káradóttir)

Víkingsstúlkurnar sigruðu örugglega í flokknum og unnu úrslitaleikinn 3-0. Þórunn sigraði Guðbjörgu 3-0, Stella lagði Láru 3-0 og Víkingsstúlkurnar unnu svo tvíliðaleikinn 3-0. Víkingur vann síðast í þessum flokki árið 2004 en sigurlið KR í fyrra í þessum flokki lék nú í stúlknaflokki.

Drengir 16-18 ára (fæddir 1998-2000)

  1. BH (Birgir Ívarsson, Magnús Gauti Úlfarsson)
  2. Víkingur-A (Erlendur Guðmundsson, Magnús Jóhann Hjartarson)
  3. Víkingur-B (Kamil Mocek, Sigtryggur Bjarnason)

Í úrslitaleiknum mættust Íslandsmeistarar fyrra árs úr Víkingi og Íslandsmeistararnir úr sveinaflokki í fyrra. Magnús Gauti lagði Magnús Jóhann 3-2 og Birgir vann Erlend 3-1 og BH því með tvo vinninga fyrir tvíliðaleikinn. Hann unnu Víkingar 15-13 í oddalotu og héldu í vonina um að vinna úrslitaleikinn. Magnús Gauti vann svo Erlend 3-0 og tryggði BH sigurinn. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill BH í flokkakeppni þar sem liðið er eingöngu skipað leikmönnum BH.

Stúlkur 16-18 ára (fæddar 1998-2000)

  1. KR-A (Ársól Arnardóttir, Sveina Rósa Sigurðardóttir)
  2. KR-B (Birta Björk Hauksdóttir, Eyrún Jóhannsdóttir)

Sveina, sem er fædd árið 2002, spilaði hér upp fyrir sig í aldri. Hún vann Eyrúnu 3-0 og Ársól vann Birtu einnig 3-0. Tvíliðaleikurinn fór sömuleiðis 3-0.

Ungmenni drengja 19-21 árs (fæddir 1995-1997)

  1. KR-A (Pétur Gunnarsson, Skúli Gunnarsson)
  2. KR-B (Friðrik Þ. Stefánsson, Jónas Ingi Thorarensen Kristjánsson)

Pétur vann Jónas 3-0 og Skúli lagði Friðrik 3-1. Þeir bræður unnu svo tvíliðaleikinn 3-0. Pétur varði því titilinn sem hann vann með Breka Þórðarsyni í fyrra.

Á forsíðumyndinni má sjá sigurvegara BH í drengjaflokki, Magnús Gauta Úlfarsson og Birgi Ívarsson. Myndir frá Borðtennisdeild Víkings.

 

ÁMU (myndir uppfærðar 22.2.)

 

Aðrar fréttir