Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH, KR og Víkingur unnu titlana á Íslandsmóti unglinga

Leikmenn úr BH, KR og Víkingi unnu titlana á Íslandsmóti unglinga, sem fram fór í KR-heimilinu við Frostaskjól 30.-31. mars 2019. KR-ingar unnu 6,5 titla, BH 6 og Víkingur 4,5.

Eiríkur Logi Gunnarsson, KR, Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi og Kristófer Júlían Björnsson, BH urðu þrefaldir meistarar. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, Alexía Kristínardóttir Mixa, BH og Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR, urðu tvöfaldir meistarar.

Öll úrslit frá mótinu eru komin inn á vef mótsins hjá Tournament Software,
http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=638962A6-3A5B-4F6F-A83F-20BDA8B34AFD

Verðlaunahafar á Íslandsmóti
unglinga 2019

Einliðaleikur tátur fæddar 2008 og síðar

1. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir, KR

2. Þórdís Lilja Jónsdóttir, BH

3.-4. Diljá Ásgeirsdóttir, BH

3.-4. Lisbeth Viðja Hjartardóttir, Garpi

Guðbjörg Vala vann Þórdísi 3-1 (11-7, 11-7, 7-11, 11-9) og varð þar með sjötti fjölskyldumeðlimurinn til þess að verða Íslandsmeistari í borðtennis (sjá aðra frétt). Guðbjörg er 8 ára og á enn eftir tvö ár í þessum flokki.

Alesander Þór vantar á myndina.

Einliðaleikur hnokkar fæddir 2008 og síðar

1. Alexander Ivanov, BH

2. Steindór Orri Þorbergsson, Garpi

3.-4.  Alexander Þór
Arnarsson, Samherjum

3.-4. Vikar Reyr Víðisson, Garpi

Alexander lagði Steindór 3-1 (11-3, 11-6, 4-11, 11-3) og varð Íslandsmeistari í hnokkaflokki þriðja árið í röð.

Einliðaleikur telpna fæddar 2006-2007

1. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi

2. Sól Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Alexía Kristínardóttir Mixa, BH

3.-4. Berglind Anna Magnúsdóttir, KR

Úrslitaleikurinn á milli Agnesar og Sólar var æsispennandi en Agnes átti titil að verja. Sól vann tvær fyrstu loturnar og komst í 10-7 í oddalotunni en Agnes gafst ekki upp og vann að lotum 12-10.

Einliðaleikur piltar fæddir 2006-2007

1. Kristófer Júlían Björnsson, BH

2. Birkir Smári Traustason, BH

3.-4.  Kristinn Már Sigurðarson,
Garpi

3.-4.  Kristófer Logi Ellertsson, BH

Félagarnir úr BH, Kristófer Júlían og Birkir Smári mættust í úrslitaleiknum. Þar hafði Kristófer betur 3-1 (11-4, 10-12, 11-9, 11-6).

Einliðaleikur meyja fæddar 2004-2005

1. Harriet Cardew, BH

2. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, KR

3. Freyja Dís Benediktsdóttir, KR

4. Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR

Harriet varð Íslandsmeistari í einliðaleik í fyrsta skipti með sigri á Hildi Höllu 3-1 (11-4, 10-12, 11-8, 12-10).

Yngri bróðir Steinars tók við hans verðlaunum en Dag og Gunnar vantar á myndina.

Einliðaleikur sveina fæddir 2004-2005

1. Eiríkur Logi Gunnarsson, KR

2. Steinar Andrason, KR

3.-4.  Dagur
Stefánsson, Víkingi

3.-4.  Gunnar Þórisson, KR

Eiríkur Logi varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í sveinaflokki en hann sigraði í piltaflokki í fyrra. Eiríkur vann Steinar 3-0 í úrslitum (11-6, 11-8, 11-3) og tapaði ekki lotu í flokknum. Íslandsmeistari fyrra árs, Heiðmar Sigmarsson úr Samherjum féll úr leik í 8 manna úrslitum þegar hann tapaði fyrir Gunnari Þórissyni.

Þóru vantar á myndina.

Einliðaleikur stúlkna fæddar 2001-2003

1. Stella Karen Kristjánsdóttir, Víkingi

2. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink, KR

3.-4. Þóra Þórisdóttir, KR

Stella Karen sigraði í stúlknaflokki þriðja árið í röð. Hún þurfti að taka á honum stóra sínum til að vinna Kristínu í úrslitaleiknum, sem lauk 11-9 í oddalotu eftir að Kristín hafði komist 2-1 yfir í lotum.

Einliðaleikur drengja fæddir 2001-2003

1. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

2. Gestur Gunnarsson, KR

3.-4. Matthías Benjamínsson, KR

3.-4. Óskar Agnarsson, HK

Ingi var öruggur sigurvegari í drengjaflokki og tapaði ekki lotu. Hann vann Gest 3-0 (11-6, 11-3, 11-3) í úrslitaleiknum.

Tvíliðaleikur telpna fæddar 2006 og síðar

1. Alexía Kristínardóttir Mixa/Sól Kristínardóttir Mixa, BH

2. Agnes Brynjarsdóttir/Berglind Anna Magnúsdóttir,
Víkingi/KR

3.-4. Eyrún Lára Sigurjónsdóttir/Guðbjörg Vala
Gunnarsdóttir, KR

3.-4. Gabriele Rimkute/Sólveig Kristinsdóttir, Samherjum

Tvíburasysturnar Sól og Alexía unnu titilinn annað árið í röð, en þær lögðu Agnesi og Berglindi 3-0 (11-7, 11-8, 11-6) í úrslitaleiknum.

Tvíliðaleikur pilta fæddir 2006 og síðar

1. Birkir Smári Traustason/Kristófer Júlían Björnsson, BH

2. Alexander Ivanov/Nikulás Dagur Jónsson, BH

3.-4. Kristinn Már Sigurðarson/Sumarliði Erlendsson, Garpi

3.-4. Anton Óskar Ólafsson/Steindór Orri Þorbergsson, Garpi

Hafnfirðingarnir Birkir og Kristófer voru öruggir sigurvegarar og töpuðu ekki lotu. Þeir sigruðu félaga sína úr BH, Alexander og Nikulás 3-0 (11-5, 14-12, 11-6) í úrslitaleiknum.

Hildi Marín vantar á myndina.

Tvíliðaleikur meyja fæddar 2004-2005

1. Hildur Halla Þorvaldsdóttir/Þuríður Þöll Bjarnadóttir, KR

2. Freyja Dís Benediktsdóttir/Hildur Marín Gísladóttir, KR/Samherjum

Í þessum flokki fór eingöngu fram hreinn úrslitaleikur og þar sigruðu Hildur Halla og Þuríður 3-1 (11-2, 14-12, 13-15, 11-7). Þuríður varði þar með titilinn sem hún vann í fyrra með Kristínu Ingibjörgu Magnúsdóttur.

Yngri bróðir Steinars tók við verðlaunum fyrir hans hönd. Norðanmenn voru farnir heim þegar að verðlaunaafhendingu kom og vantar því á myndina.

Tvíliðaleikur sveina fæddir 2004-2005

1. Eiríkur Logi Gunnarsson/Steinar Andrason, KR

2. Heiðmar Örn Sigmarsson/Jázeps Máni Mecki, Samherjum/Akri

3.-4. Benedikt Vilji Magnússon/Ólafur Steinn Ketilbjörnsson,
KR

3.-4. Trausti Freyr Sigurðsson/Úlfur Hugi Sigmundsson, Samherjum

Eiríkur og Steinar sigruðu Heiðmar og Jázeps 3-1 (11-8, 11, 11-9, 11-8) í jöfnum leik. Jázeps hljóp í skarðið fyrir Matiss bróður sinn, sem var veikur, og spilaði upp um flokk í tvíliðaleiknum.

Ársól Clara Arnardóttir tók við verðlaunum Þóru Þórisdóttur.

Tvíliðaleikur stúlkna fæddar 2001-2003

1. Lára Ívarsdóttir/Þóra Þórisdóttir, KR

2. Stella Karen Kristjánsdóttir/Þórunn Ásta Árnadóttir,
Víkingi

3.-4. Harriet Cardew/Lóa Floriansdóttir Zink, BH/KR

3.-4. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir/Sandra Dís Guðmundsdóttir, KR/BH

Lára og Þóra sigruðu ríkjandi meistara, Stellu og Þórunni, í úrslitaleik, sem lauk 3-1 (11-7, 10-12, 11-8, 11-6).

Elvar, Karl og Ísak vantar á myndina.

Tvíliðaleikur drengja fæddir 2001-2003

1. Gestur Gunnarsson/Ingi Darvis Rodriguez, KR/Víkingur

2. Elvar Pierre Kjartansson/Karl Andersson Claesson, KR

3.-4. Ísak Aryan Goyal/Jóhannes Kári Yngvason, KR

3.-4. Matthías Benjamínsson/Thor Thors, KR

Gestur og Ingi voru öruggir sigurvegarar og töpuðu ekki lotu. Þeir unnu Elvar og Karl 3-0 (11-5, 11-8, 11-8) í úrslitum.

Tvenndarkeppni fædd 2006 og síðar

1. Alexía Kristínardóttir Mixa/Kristófer Júlían Björnsson,
BH

2. Sól Kristínardóttir Mixa/Alexander Ivanov, BH

3.-4. Lisbeth Viðja Hjartardóttir/Anton Óskar Ólafsson,
Garpi

3.-4. Sylvía Sif Sigurðardóttir/Steindór Orri Þorbergsson, Garpi

Systurnar úr BH mættust í úrslitum með meðspilurum sínum. Þau Alexía og Kristófer höfðu betur og unnu 3-1 (11-2, 11-9, 5-11, 11-8) í úrslitum.

Steinar og Trausta Frey vantar á myndina.

Tvenndarkeppni fædd 2004-2005

1. Hildur Halla Þorvaldsdóttir/Eiríkur Logi Gunnarsson, KR

2. Freyja Dís Benediktsdóttir/Steinar Andrason, KR

3.-4. Sólveig Kristinsdóttir/Trausti Freyr Sigurðsson, Samherjum

Hildur og Eiríkur lögðu Freyju og Steinar 3-1 (14-16, 11-6, 11-6, 11-8) í úrslitaleiknum.

Tvenndarkeppni fædd 2001-2003

1. Agnes Brynjarsdóttir/Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi

2. Stella Karen Kristjánsdóttir/Óskar Agnarsson, Víkingi/HK

3.-4. Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir/Thor Thors, KR

3.-4. Lóa Floriansdóttir Zink/Gestur Gunnarsson, KR

Agnes og Ingi unnu Stellu og Óskar 3-1 (11-6, 11-6, 12-14, 17-15) í úrslitum. Þau þurftu líka að hafa fyrir því að komast í úrslit og unnu Lóu og Gest 11-9 í oddalotu í undanúrslitum. Agnes, sem er fædd 2006, spilaði því upp um tvo flokka.

Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur. Á fésbókarsíðu Borðtennissambands Íslands má einnig sjá fjölmargar myndir frá mótinu.

ÁMU (myndir settar inn 1.4. og texti uppfærður 2.4.)

Aðrar fréttir