BH og KR töpuðu leikjunum gegn erlendu liðunum í Europe Trophy
Lið BH og KR töpuðu leikjum sínum í B-riðli í Europe Trophy keppninni 0-3 gegn Eskilstuna frá Svíþjóð, Pöytätennis Espoo frá Finnlandi og Rytas frá Litháen. Íslensku liðin léku líka innbyrðis og vann BH leikinn 3-0.
Eskilstuna vann riðilinn og fer í úrslitakeppnina.
Íslensku keppendurnir unnu nokkrar lotur gegn erlendu liðunum. Magnús Gauti Úlfarsson, BH tapaði sínum leik gegn Pöytätennis Espoo 2-3 og Birgir Ívarsson tapaði 1-3 í sama leik. Magnús Gauti vann líka lotu í leik sínum gegn Rytas. Gestur Gunnarsson úr KR vann lotu gegn Rytas og Pétur Gunnarsson vann lotu gegn Pöytätennis Espoo.
Sjá má úrslit úr öllum leikjum á vefnum: https://www.ettu.org/en/events/europe-trophy-men–amp–women/results/
Hægt er að sjá útsendingu frá leikjunum á fésbókarsíðu BH. Á forsíðu er skjáskot úr útsendingunni. Mynd hér fyrir neðan frá KR.