BH og KR unnu Íslandsmeistaratitla á fyrri degi flokkakeppni unglinga
BH og KR unnu Íslandsmeistaratitlana á fyrri degi flokkakeppni unglinga, sem fram fer í Íþróttahúsi Hagaskóla 10.-11. febrúar. Keppt var í flokki drengja fæddra 2000-2002 og sveina fæddra 2003-2004 en keppni í öðrum flokkum fer fram sunnudaginn 11. febrúar.
Verðlaunahafar
Drengir fæddir 2000-2002
- BH (Birgir Ívarsson og Magnús Gauti Úlfarsson)
- HK/KR (Ellert Kristján Georgsson og Óskar Agnarsson)
- Víkingur (Ingi Darvis Rodriquez og Ísak Indriði Unnarsson)
- KR (Elvar Kjartansson og Gestur Gunnarsson)
Birgir og Magnús Gauti voru öruggir sigurvegar, unnu alla leiki sína 3-0 og urðu Íslandsmeistarar þriðja árið í röð. Ellert úr KR og Óskar úr HK tryggðu sér annað sætið með 3-1 sigri á Víkingunum Inga Darvis og Ísak Indriða, sem voru næst stigahæsta liðið. Sjá mynd á forsíðu.
Sveinar fæddir 2003-2004
- KR-A (Eiríkur Logi Gunnarsson og Steinar Andrason)
- Akur/Umf. Samherjar (Heiðmar Sigmarsson og Matiss Meckl)
3.-4. BH (Mímir Kristínarson Mixa og Reynir Snær Skarphéðinsson)
3,-4. KR-C (Kristófer Dagsson, Matthías Benjamínsson og Thor Thors)
Tvö sterkustu liðin, KR-A og Akur/Umf. Samherjar mættust í úrslitum en bæði liðin höfðu unnið alla sína leiki 3-0.
Úrslitaleikurinn var jafn en þeir Eiríkur og Steinar náðu að vinna 3-0 sigur á Norðanmönnum, sem brutust suður til að taka þátt í mótinu. Steinar vann líka Íslandsmeistaratitil í flokkakeppni í fyrra en þá í piltaflokki. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Eiríks Loga, sem spilaði upp um aldursflokk.
Úrslit úr öllum leikjum dagsins eru birt á vef Tournamenst Software, http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=49C83D4B-C831-4DD4-B6E8-2C5C0F2CB0A0
Myndir frá Magnúsi Stefánssyni.
ÁMU