Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

BH og Víkingur í forystu í Raflandsdeildum karla og kvenna

Eftir að fjórar umferðir hafa verið leiknar í Raflandsdeildum karla og kvenna er BH í forystu í karladeildinni og Víkingur í kvennadeildinni. Bæði lið hafa fullt hús stiga, 8 stig eftir 4 leiki.

Þriðja og fjórða umferð í Raflandsdeild kvenna voru leiknar í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðar að Hrafnagili laugardaginn 13. október. Þar bar það helst til tíðinda að Íslandsmeistarar KR síðustu fjögurra ára töpuðu 2-3 fyrir Víkingi en KR-A tapaði síðast í deildakeppninni vorið 2014. Víkingskonur tóku því forystu í deildinni með 8 stig en KR-A er í 2. sæti með 6 stig. KR-B og BH koma þar næst með 4 stig, KR-C hefur 2 stig og Samherjar ekkert stig.

Sama dag var einnig leikið í 2. deild karla að Hrafnagili. Því miður sáu BH-C, HK-C, ÍFR og Víkingur-C sér ekki fært að mæta norður, og aðeins fóru tveir leikir fram af þeim átta sem átti að leika. Að loknum fjórum umferðum er staðan þessi:

Í A-riðli hefur B-lið BH forystu og er ósigrað með 6 stig eftir þrjá leiki. Akur og KR-C hafa 4 stig, einnig eftir þrjá leiki.

Í B-riðli er B-lið Víkings í forystu með 8 stig eftir fjóra leiki og eru Víkingar ósigraðir. Samherjar koma næstir með 4 stig eftir þrjá leiki.

Þriðja og fjórða umferð í Raflandsdeild karla voru svo leiknar í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 20. október. A-lið BH náði að vinna báða leiki sína og ná forystu í deildinni þrátt fyrir að aðeins tveir leikmenn mættu til leiks, þar sem A-lið KR tapaði fyrir A-liði Víkings. Staðan er deildinni er því sú að efst er BH-A með 8 stig, Víkingur-A og KR-A hafa 6 stig og HK-A 4 stig. HK-B og KR-B eru neðst með ekkert stig.

Streymt var frá leikjunum á Facebook síðu BTÍ.

Næsta leikjahelgi í deildakeppninni er 24.-25. nóvember í TBR-húsinu.

Úrslit úr leikjum 3. og 4. umferðar

Raflandsdeild kvenna

KR-B – KR-C 3-0
KR-A – Víkingur 2-3
Samherjar – BH 2-3
BH – KR-A 0-3
KR-C – Samherjar 3-1
Víkingur – KR-B 3-0

Raflandsdeild karla

HK-B – KR-A 1-3
BH-A – HK-A 3-1
Víkingur-A – KR-B 3-0
KR-B – HK-A 0-3
KR-A – Víkingur-A 1-3
BH-A – HK-B 3-1

2. deild karla

A-riðill

Víkingur-C – Akur 0-3 (Víkingur-C mætti ekki)
KR-C – BH-B 1-3
HK-C – Akur 0-3 (HK-C mætti ekki)
KR-C – Víkingur-C 3-0 (Víkingur-C mætti ekki)

B-riðill

KR-D – BH-C 3-0 (BH-C mætti ekki)
Samherjar – Víkingur-B 1-3
Samherjar – ÍFR 3-0 (ÍFR mætti ekki)
Víkingur-B – BH-C 3-0 (BH-C mætti ekki)

Forsíðumynd frá Íslandsmóti unglinga að Hrafnagili vorið 2018.

 

ÁMU

Aðrar fréttir