BH og Víkingur Íslandsmeistarar 2025
Úrslit í deildarkeppni karla og kvenna réðust í dag í Snælandsskóla í dag.
Í úrslitum 1. deildar kvenna léku lið BH og Víkings. Þau tíðindi urðu að BH konur rufu 35 ára einokun KR og Víkinga á titlinum og endaði leikurinn 3-1. Þær eru því bæði deildar- og Íslandsmeistarar kvenna í ár.
Lið BH var skipað Sól Kristínardóttir Mixa , Agnesi Brynjarsdóttur og Vivian Huynh. Lið Víkings var skipað Lilju Rós Jóhannesdóttur, Halldóru Ólafs og Nevenu Tasic.
Í úrslitum 1. deildar karla léku lið Víkings og BH. Leikurinn var spennandi og úrslit réðust í oddaviðureig þar sem Víkingar stóðu uppi sem sigurvegarar. Víkingar unnu þar með Íslandmeistaratiitil karla annað árið í röð. Það var alþjóðlegur bragur á liðunum í dag og Víkingar voru í reynd með alþjóðlegasta liðið til að verða Íslandsmeistarar karla í borðtennis frá upphafi.
Lið BH var skipað Matthias Sandholt, Birgi Ívarssyni, og Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Líð Víkings var skipað Inga Darvis, Alexander Fransson Klerck og Carl Sahle.
Selfoss vann úrslitaleikinn í 3. deild þegar liðið sigraði Víking C 3-1. Lið Selfoss var skipað Rubén Stebbi López, Stefan Orlandi og Antoni Óskari Ólafssyni. Lið Víkings í dag var skipað Magnúsi Birgi Kristinssyni, Benedikt Jiyao Davíðssyni og Sighvati Karlssyni en auk þess er Adam Lesiak leikmaður liðsins og á myndinni.
Einnig var leikið um sæti í 2. deild en þar kepptu lið KR-C og Víkings-C og þar vann lið KR-C 3-0 og heldur því sæti sínu í 2. deild en lið Víkings-C keppir í 3. deild á næsta keppnistímabili.
Fréttin verður uppfærð með nánari úrslitum. Öll úrslit verða skráð í Tournament Software fljótlega.