BH og Víkingur, KR og Víkingur leika í úrslitum Raflandsdeildarinnar
Íslandsmeistarar BH-A í 1. deild karla féllu úr leik í undanúrslitum keppninnar, eftir 1-3 tap gegn Víkingi-A. Víkingur-A mætir KR-A í úrslitunum, en KR-ingar sigruðu HK-A 3-1. Leikið var í Íþróttahúsi Snælandsskóla laugardaginn 19. september.
Í 1. deild kvenna getur lið Víkings varið titil sinn, því liðið sigraði C-lið KR 3-1. Víkingskonur mæta liði BH í úrslitaleik, en lið BH lagði KR-A 3-1 og leikur til úrslita í 1. deild kvenna í fyrsta skipti.
Úrslitaleikirnir fara fram í TBR-húsinu sunnudaginn 20. september og hefjast kl. 11. Áhorfendum er ekki bannað að mæta til leiks en eru hvattir til að horfa á beint streymi frá leikjunum, sem verður á YouTube rás BTÍ. Leikjunum verður einnig lýst í streyminu.
Úrslit úr einstökum leikjum
1. deild kvenna
Víkingur – KR-C 3-1
- Lóa Floriansdóttir Zink – Anna Sigurbjörnsdóttir 0-3
- Stella Karen Kristjánsdóttir – Guðrún Gestsdóttir 3-1
- Agnes Brynjarsdóttir/Lóa – Anna/Ásta Urbancic 3-1
- Stella Karen Kristjánsdóttir – Ásta Urbancic 3-2
BH – KR-A 3-1
- Sól Kristínardóttir Mixa – Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir 3-0
- Alexía Kristínardóttir Mixa – Þóra Þórisdóttir 0-3
- Harriet Cardew/Sól – Ársól Clara Arnardóttir/Kristín 3-2
- Alexía Kristínardóttir Mixa – Ársól Clara Arnardóttir 3-2
1. deild karla
KR-A – HK-A 3-1
- Ellert Kristján Georgsson – Óskar Agnarsson 1-3
- Davíð Jónsson – Björn Gunnarsson 3-0
- Ellert/Pétur Gunnarsson – Óskar/Örn Þórðarson 3-2
- Davíð Jónsson – Örn Þórðarson 3-0
Víkingur-A – BH-A 3-1
- Magnús Jóhann Hjartarson – Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson 3-0
- Ingi Darvis Rodriguez – Magnús Gauti Úlfarsson 3-0
- Daði Freyr Guðmundsson/Magnús – Birgir Ívarsson/Magnús 0-3
- Ingi Darvis Rodriguez – Birgir Ívarsson 3-1
Forsíðumynd af kvennaliði BH, sem leikur til úrslita í 1. deild kvenna í fyrsta skipti. Mynd af fésbókarsíðu BH.