BH og Víkingur unnu flesta Íslandsmeistaratitla 2019-2020
Keppnistímabilið 2019-2020 var óvenjulegt vegna kórónaveirufaraldursins og voru bæði Íslandsmót unglinga og Íslandsmót öldunga felld niður. Íslandsmót fullorðinna og flokkakeppni unglinga voru haldin skv. mótaskrá og það tókst að ljúka deildakeppninni með úrslitakeppni í september 2020.
Á keppnitímabilinu 2019-2020 var keppt um 17 Íslandsmeistaratitla í stað á fimmta tug titla undanfarin ár. BH og Víkingur unnu 5,5 titil hvort félag, KR vann 5 titla og HK einn titil. BH og Víkingur unnu flesta titla í fullorðisflokkum, 4 hvort félag en KR vann flesta titla í unglingaflokkum, tvo talsins.
Sjá meðfylgjandi skjal:
Alls dreifðust Íslandsmeistaratitlarnir á 31 einstakling. Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi og Sól Kristínardóttir Mixa, BH, unnu flesta titla á tímabilinu eða þrjá hvort. Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, Berglind Anna Magnúsdóttir, KR og Magnús Gauti Úlfarsson, BH, unnu tvo titla hvert. Öll nema Magnús Gauti áttu bæði möguleika á að bæta við titlum á Íslandsmóti unglinga.
Alls voru veitt 67 verðlaun á Íslandsmótunum en árið áður voru þau 160. KR fékk flest verðlaun eða 29, BH fékk 19 og Víkingur 11,5. Að auki fengu keppendur úr HK, Akri, Umf. Samherjum og Stjörnunni verðlaun á Íslandsmótum keppnistímabilsins.
Uppfært Íslandsmeistaratal með meisturum ársins verður sett inn á vefinn fljótlega undir Nýtt á bordtennis.is en er aðgengilegt hér: