BH OPEN 2023 helgina 25.-26. febrúar 2023
BH OPEN verður haldið í fyrsta sinn þann 25.-26. febrúar 2023 í Íþróttahúsinu við Strandgötu 53 í Hafnarfirði. Auglýsingu fyrir mótið á pdf sniði er að finna hér
Boðið verður upp á keppni í eftirfarandi flokkum:
Laugardagur 1. Blokk
Hefst kl 09:00 |
Laugardagur 2. Blokk
Hefst kl 13:00 |
Flokkur | Flokkur |
Stelpur u11 | Stelpur u13 |
Strákar u11 | Strákar u13 |
Stelpur/Strákar u15 A | Stelpur/Strákar u19 A |
Stelpur/Strákar u15 B (u 1250 stig) | Stelpur/Strákar u19 B (u 1400 stig) |
Strákar U23 | Meistaraflokkur karla Elite |
Stelpur U23 | Meistaraflokkur kvenna Elite |
Opinn flokkur B (u 2000 stig) | Karlar/Konur 40 ára og eldri |
Sunnudagur 3. Blokk
Hefst kl 09:00 |
Sunnudagur 4. Blokk
Hefst kl 13:00 |
Flokkur | Flokkur |
Stelpur u12 | Stelpur u14 |
Strákar u12 | Stelpur u14 B (u 1200 stig) |
Stelpur/Strákar u17 A | Strákar u14 |
Stelpur/Strákar u17 B | Strákar u14 B (u 1200 stig) |
Opinn flokkur A (u 2500 stig) | Stelpur/Strákar u21 A |
Opinn flokkur C (u 1500 stig) | Stelpur/Strákar u21 B (u1500 stig) |
Tvíliðaleikur „Hæsti/Lægsti“ |
Fyrirkomulag:
Keppa má í fjórum flokkum alls, en þó einungis einum flokki í hverri „blokk“. Ef of fáir skrá sig í einn flokk mun mótstjórn sameina flokka til þess að leikmenn fái fleiri leiki.
Flokkar í 1.&3. blokk hefjast á milli 09:00-11:00. Flokkar í 2.&4. blokk hefjast á milli 13:00-15:00.
Keppt verður í 4-5 manna riðlum í öllum flokkum þar sem efstu 2 fara áfram í beinan útslátt. Leiknar verða 3-5 lotur í öllum flokkum.
Í flokkinum Tvíliðaleikur „Hæsti/Lægsti“ parast keppendur saman eftir styrkleikalistanum.
Fyrst parast þeir keppendur sem eru efst og neðst á styrkleikalistanum saman. Næst parast þeir sem eru næst efst og næst neðst og svo koll af kolli.
Skráning
Skráning fer fram í gegnum skráningarform BH. Skráningarformið má finna hér: Skráning á BH OPEN
Ef skráningarformið gengur ekki má senda skráningu með tölvupósti á netfang borðtennisdeildar BH, [email protected]. Í skráningu skal taka fram fullt nafn keppanda, kennitölu, félag og skal taka skýrt fram í hvaða flokkum keppandinn vill keppa í.
Skráningafrestur rennur út fimmtudaginn 23. febrúar kl 19:00.
Röðun
Raðað verður samkvæmt keppnisreglum BTÍ þar sem að lágmarki 4 leikmenn fá röðun í hverju flokki. Raðað verður eftir styrkleikalista BTÍ 1.febrúar 2023.
Þáttökugjöld
- Meistaraflokkur Elite kr. 3.000,-
- Tvíliðaleikur „Hæsti/Lægsti“ kr. 1.000,-
- Aðrir flokkar kr. 2.000,-
Gjaldið greiðist á mótsstað eða inn á bankareikning Borðtennisdeildar BH sem er: Kt: 620709-0180 & Rknr 0544-26-16207
Setjið í skýringu við greiðsluna fyrir hvaða leikmann greitt er. Sendið afrit á [email protected].
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir efstu fjögur sætin í hverjum flokki.
Í Meistaraflokki Elite fær sigurvegari kr 30.000,-.
Í Tvíliðaleik „Hæsti/Lægsti“ fær sigur parið kr 15.000,-.
Verðlaunafé í öðrum fullorðinsflokkum veltur á skráningu og verður auglýst þegar nær dregur.
Búnaður
Borð: Butterfly EUROPA keppnisborð Kúlur: Stiga Perform 3* 40+
Mótstjórn og Yfirdómari
Mótstjórn skipa Ingimar Ingimarsson, Jóhannes Bjarki Urbancic og Tómas Ingi Shelton. Allar fyrirspurnir til mótstjórnar skulu berast til [email protected].
Yfirdómari mótsins verður Pétur Marteinn Urbancic Tómasson.