Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Bikarkeppni BH 24.-26. janúar

Borðtennisdeild BH stendur fyrir bikarkeppni 24.-26. janúar og fer keppnin fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Átta af bestu borðtennismönnum landsins og fjórum borðtenniskonum var boðin þátttaka.

Karlarnir leika í 8 manna úrslitum 24. janúar og ljúka keppni þann 25. Konurnar leika 26. janúar. Keppni hefst kl. 18 alla daga.

Fyrirhugað er að senda leikina út á netinu.

 

ÁMU

Aðrar fréttir