Bikarkeppni félaga endurvakin
Bikarkeppni Borðtennissambands Íslands, sem haldin var á árum áður, verður endurvakin. Þessi keppni naut mikilla vinsælda og hafa margir eldri leikmenn saknað hennar. Keppnin verður haldin í KR-heimilinu laugardaginn 6. apríl.
Í lið þarf að lágmarki 2 karla og 1 konu. Þar sem um bikarkeppni félaga er að ræða skulu allir leikmennirnir vera í sama félagi.
Leiknir eru 7 leikir: Tvisvar sinnum tveir einliðaleikir karla, einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikur karla og tvenndarkeppni.
Þar sem um bikarkeppni er að ræða eru lið dregin úr einum potti fyrir hverja umferð. Tapi liðið leiknum er það úr leik.
Nánari upplýsingar verða birtar á næstu dögum.
ÁMU