Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Bikarkeppni félaga verður haldin 9. febrúar

Bikarkeppni félaga í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi Hagaskóla við Neshaga sunnudaginn 9. febrúar 2014 kl. 10.00. Mótið er í umsjón Borðtennisdeildar KR.

Leikið verður samkvæmt reglugerð BTÍ um keppnina.

Í lið þarf að lágmarki 2 karla og 1 konu. Þar sem um bikarkeppni félaga er að ræða skulu allir leikmennirnir vera í sama félagi. Hver leikmaður má aðeins leika í einu liði

Skráningu liða skal skilað til mótsstjórnar í síðasta lagi kl. 22 föstudaginn 7. febrúar. Nöfn leikmanna í hverju liði skulu fylgja skráningu.

Bréf um mótið: Bikarkeppni félaga 2014

ÁMU

Aðrar fréttir