Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Bikarkeppni félaganna verður haldin laugardaginn 9. nóvember nk.

Bikarkeppni félaga í borðtennis fer fram í BH húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardaginn 9. nóvember nk. og hefst keppnin kl. 10:00.

Mótið er að þessu sinni í umsjá BH

Leikið verður samkvæmt reglugerð BTÍ um keppnina.

Fyrirkomulag keppni er eftirfarandi:

Í lið þarf að lágmarki 2 karla og 1 konu. Þar sem um bikarkeppni félaga er að ræða skulu allir leikmennirnir vera í sama félagi.  Hver leikmaður má aðeins leika í einu liði.  Leikið er með útsláttarfyrirkomulagi.  Það lið sigrar sem fyrr hlýtur 4 vinninga og lýkur þá leik.

Leiknir eru 7 leikir í þessari röð:

  1. Einliðaleikur karla A – X
  2. Einliðaleikur karla B-Y
  3. Einliðaleikur kvenna
  4. Tvíliðaleikur karla
  5. Tvenndarkeppni
  6. Einliðaleikur karla A-Y
  7. Einliðaleikur karla B-X

Þar sem um bikarkeppni er að ræða eru lið dregin úr einum potti fyrir hverja umferð.  Tapi lið leiknum er það úr leik.  Leikið verður með Stiga 3ja stjörnu kúlum.  Verðlaun verða veitt fyrir fjögur efstu sætin og bikarmeistararnir fá farandbikar til varðveislu í eitt ár. Þátttökugjaldið í mótið er kr. 3.000 á lið. 

Yfirdómari og mótsstjórn verður kynnt síðar. Skráningar sendist til: [email protected] og er skráningarfrestur til kl. 17.00 föstudaginn 8. nóvember nk. 

Auglýsing um mótið:  Bikarkeppni félaganna 2019

Aðrar fréttir