Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Birgir Ívarsson sigraði á opna Hafnarfjarðarmótinu

Opna Hafnarfjarðarmótið í borðtennis fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 11. janúar síðastliðinn.

Til leiks voru skráðir 36 leikmenn, bæði karlar og konur sem spiluðu í fjögurra manna riðlum sem spiluðu fjórar umferðir. Fyrirkomulagið var þannig að leikmaður nr. 1 og 3 og leikmenn nr. 2 og 4 í hverjum riðli léku fyrst og síðan innbyrðis sigurvegarar í hvorri viðureign og þeir sem höfðu tapað. Eftir fyrstu umferð færðust tveir efstu úr hvorum riðli upp um tvo riðla og tveir neðstu niður um tvo riðla. Í næstu umferð var spilað með sama fyrirkomulagi nema hvað aðeins einn færðist upp og einn niður um einn riðil. Í síðustu umferðinni kepptu í hverjum riðli leikmenn nr. 1 og 4 í hverjum riðli leikmenn nr. 2 og 3 í hverjum riðli. Sigurvegarar úr þeirri viðureign kepptu síðan til úrslita í sínum riðli.

Á mótinu hafði Birgir Ívarsson sem dvalið hefur við æfingar og keppni í Svíþjóð nokkra yfirburði en hann vann allar viðureignir sínar næst örugglega utan eina viðureign við Magnús Hjartarson úr Víkingi sem fór 3-2 í lotum. Í úrslitaleik lagði Birgir félaga sinn Jóhannes Bjarka Urbancic Tómasson 3-0.

Kvennamegin hafði Nevena Tasic úr Víkingi nokkra yfirburði en hún varð efst á mótinu kvennamegin, eða í 9 sætinu á mótinu. Í öðru sæti karlamegin varð Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson úr BH og í öðru sæti kvennamegin varð Agnes Brynjarsdóttir úr Víkingi.

Sigurvegarar í einstökum riðlum voru eftirfarandi:

A. riðill: Birgir Ívarsson BH

B. riðill: Tomas Charukevic BH

C. riðill: Nevena Tasic Víkingi

D. riðill: Ingi Brjánsson KR

E. riðill: Reynir Georgsson HK

F. riðill: Kristófer Júlían Björnsson BH

G. riðill: Alexía Kristínardóttir Mixa BH

H. riðill: Kristinn Karl Jónsson BH

I. riðill: Jón Arnar Finnbogason Víkingi

Einstök úrslit úr öllum umferðum er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament?id=998D3517-89FA-4C0E-8022-E5B08B6D1ADE.

Klippur úr leikjum á mótinu má sjá á fésbókarsíðu BTÍ. Einnig má sjá klippur úr leikjum á YouTube síðum BH, https://www.youtube.com/channel/UCego0osgQ13JNHEG8P7P5Pw

Aðrar fréttir