Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Birkir Þór Gunnarsson látinn

Birkir Þór Gunnarsson, borðtennismaður úr Erninum, lést þann 9. júní sl.  

Birkir var í fyrsta hópi borðtennismanna á Íslandi og varð m.a. Íslandsmeistari í tvíliðaleik karla á fyrsta Íslandsmótinu sem haldið var árið 1971. Birkir lék með Ólafi H. Ólafssyni og unnu þeir titilinn öðru sinni árið 1974.

Þá lék Birkir með karlalandsliðinu og átti 6 landsleiki að baki.

Birkir keppti af og til á mótum í gegnum árin, síðast á Íslandsmóti öldunga í mars sl. Þá kom hann á mót til að fylgjast með sonum sínum, þeim Gunnari og Stefáni, sem báðir eru borðtennismenn.

Ritstjóri vottar Gunnari og Stefáni og fjölskyldum þeirra samúð sína.

ÁMU

Aðrar fréttir