Bjarni og Kolfinna Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni
Feðginin Bjarni Þorgeir Bjarnason og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir úr HK urðu Íslandsmeistarar í tvenndarkeppni á fyrri degi Íslandsmótsins, sem fram fer í TBR húsinu um helgina. Bjarni og Kolfinna sigruðu Kára Ármannsson og Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR 3-1 í úrslitaleiknum. Í undanúrslitum lögðu Bjarni og Kolfinna Gunnar Snorra Ragnarsson og Guðrún G Björnsdóttir, KR 3-2 en Kári og Aldís sigruðu Daða Frey Guðmundsson og Magneu Ólafs, Víkingi sömuleiðis 3-2.
Auk þess var leikið fram að úrslitum í 1. og 2. flokki karla og kvenna og fram að undanúrslitum í meistaraflokkum og í tvíliðaleik. Bróðurpartur leikjanna hefur verið sleginn inn í mótaforritið Tournament Software og má sjá úrslitin hér: http://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament.aspx?id=415E2C38-CB04-43AE-96D1-4709102D28F3
Sá sem vann hug og hjörtu áhorfenda í dag var hinn 13 ára gamli Ingi Darvis Rodriguez úr Víkingi, sem tapaði 9-11 í oddalotu fyrir stigahæsta leikmanni mótsins, Daða Frey Guðmundssyni í 8 manna úrslitum í meistaraflokki. Ingi er eitt mesta efni, sem komið hefur fram lengi á Íslandi.
Þessi mætast í undanúrslitum og úrslitum sunnudaginn 13. mars og hefst keppni kl. 11.30.
Meistaraflokkur karla
- Daði Freyr Guðmundsson, Víkingi og Kári Ármannsson, KR
- Magnús Jóhann Hjartarson, Víkingi og Kristján Jónasson, Víkingi
Meistaraflokkur kvenna
- Guðrún G Björnsdóttir, KR og Sigrún Ebba Tómasdóttir, KR
- Aldís Rún Lárusdóttir, KR og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir, HK
Tvíliðaleikur karla
- Daði Freyr Guðmundsson/Magnús Finnur Magnússon, Víkingi og Ársæll Aðalsteinsson/Óli Páll Geirsson, Víkingi
- Gunnar Snorri Ragnarsson/Pétur Marteinn Tómasson, KR og Magnús Jóhann Hjartarson/Sindri Þór Sigurðarson, Víkingi
Tvíliðaleikur kvenna
- Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir/Sigrún Ebba Tómasdóttir HK/KR og Sveina Rósa Sigurðardóttir/Ásta Urbancic, KR
- Eyrún Elíasdóttir/Berglind Ósk Sigurjónsdóttir, Víkingi og Guðrún G Björnsdóttir/Aldís Rún Lárusdóttir, KR
1. flokkur karla
- Úrslit: Birgir Ívarsson, BH og Ísak Indriði Unnarsson, Víkingi
- 3.-4. sæti: Ingi Darvis Rodriguez, Víkingi og Ingi Brjánsson, KR
1. flokkur kvenna
- Úrslit: Eyrún Elíasdóttir, Víkingi og Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Dímon
- 3.-4. sæti: Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, KR og Magnea Ólafs, Víkingi
2. flokkur karla
- Úrslit: Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Víkingi og Róbert Már Barkarson, Víkingi
- 3.-4. sæti: Jóhannes Kári Yngvason, KR og Ellert Kristján Georgsson, KR
2. flokkur kvenna
- Úrslit: Þórunn Ásta Árnadóttir, Víkingi og Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir, KR
- 3.-4. sæti: Þóra Þórisdóttir, KR og Helena Diljá Sigurðardóttir, Víkingi
ÁMU