Bjarni Þ. Bjarnason á leið á borðtennisnámskeið í Thailandi
Bjarni Þ. Bjarnason, borðtennisþjálfari, stundar háskólanám í borðtennisfræðum við Háskólann í Split í Króatíu. Hann er á leið á námskeið um borðtennis í Thailandi í júní á vegum skólans, en þar koma saman sérfræðingar um borðtennis bæði frá Evrópu og Asíu.
Meðal þeirra eru Richard Prause íþróttastjóri þýska borðtennissambandsins, Nevin Cegnar frá ETTU, Miran Kondric tæknistjóri ETTU, Goran Munivrana námsstjóri frá Háskólanum í Split í Króatíu, Irene Faber frá Hollandi ásamt sérfræðingum víðs vegar að úr heiminum.
Námskeiðið tekur sjö daga og hefst í Bangkok. Þaðan er farið til Nakhon si Thammarat í Suður-Thailandi og endað með prófum í Phuket.
Forsíðumynd af Bjarna að segja til á Íslandsmóti unglinga 2019, mynd úr myndasafni BTÍ.