Björgvin Hólm Jóhannesson látinn
Björgvin Hólm Jóhannesson borðtennismaður er látinn, tæplega sjötugur að aldri. Hann lést á Landspítalanum þann 14. október og var jarðsettur í kyrrþey þann 27. október.
Björgvin lék með Gerplu og var virkur leikmaður á áttunda áratug síðustu aldar. Hann varð Íslandsmeistari í 1. flokki karla árið 1974 og í tvenndarkeppni með Guðrúnu Einarsdóttur árið 1975. Björgvin þjálfaði sömuleiðis leikmenn Gerplu um tíma.
Björgvin lék nokkra landsleiki og var m.a. í fyrsta hópnum sem tók þátt í heimsmeistaramóti af Íslands hálfu, en það var í Birmingham í Englandi árið 1977.
Á forsíðunni má sjá hópinn sem lék í Birmingham 1977 og er Björgvin þriðji frá hægri á myndinni.


