Björgvin og Matthías unnu leik í einliðaleik á EM unglinga
Keppni í einliðaleik og tvíliðaleik drengja hófst í dag á EM unglinga. Í einliðaleik er leikið í þriggja til fjögurra manna riðlum. Tveir efstu komast áfram í aðaltöfluna, sem er 128 manna útsláttartafla. Í tvíliðaleik er leikinn einfaldur útsláttur.
Allir íslensku keppendurnir léku í dag. Björgvin Ingi Ólafsson og Matthías Þór Sandholt unnu leik í einliðaleik en Ingi Darvis Rodriguez tapaði naumlega. Þar sem Matthías varð í 2. sæti í sínum riðli komst hann í 128 manna úrslit. Hann leikur við Frederico Vallina Costassa frá Ítalíu þann 22. júlí kl. 13.15 að staðartíma.
Matthías Þór lék í riðli 29. Hann sigraði Marc Miro frá Spáni 3-1 (11-5, 11-7, 7-11, 13-11) en tapaði 1-3 (11-8, 4-11, 8-11, 8-11) fyrir Noah Hvid frá Danmörku.
Björgvin Ingi lék í riðli 40, sem var fjögurra manna riðill. Hann tapaði 0-3 (1-11, 4-11, 4-11) fyrir Hugo Torngren frá Svíþjóð en vann svo Lorenzo Pierovanni frá San Marínó 3-1 (11-8, 7-11, 11-7, 11-4). Í lokaleiknum tapaði Björgvin fyrir Aljaz Godec frá Slóveníu 0-3 (8-11, 4-11, 1-11).
Ingi Darvis lék í riðli 28. Hann tapaði 1-3 (4-11, 7-11, 11-5, 7-11) fyrir Juan Perez frá Spáni og 2-3 (15-13, 12-14, 8-11, 11-8, 7-11) fyrir James Skelton frá Írlandi.
Ingi og Matthías léku gegn eistnesku pari í tvíliðaleik, þeim Madis Moos og Oskar Pukk, og töpuðu 1-3 (7-11, 13-11, 11-13, 7-11). Þeir hafa því lokið keppni í tvíliðaleik.