BM er í forystu í 3. deild eftir sex umferðir
Leikið var í 3. deild í Íþróttahúsi Hagaskóla sunnudaginn 23. nóvember og voru leiknir leikir í 5. og 6. umferð.
Lið BR-B var efst í 3. deild og ósigrað að loknum fjórum umferðum, og mætti liðinu í 2. sæti, BM, í 5. umferð. Lið BM sigraði og tyllti sér á toppinn í deildinni með 11 stig eftir 6 umferðir. BR-B fylgir fast á eftir í 2. sæti 10 stig. Í 3. sæti er HK-C með 7 stig, KR-E hefur 6 stig og og KR-D 2 stig. Neðst er Víkingur-C án stiga en liðið mætti ekki til leiks þennan dag.
Úrslit úr einstökum viðureignum
KR-D – Víkingur-C 6-0 (Víkingur C gefur leikinn)
HK-C – KR-E 6-3
BM – BR-B 6-2
BR-B – Víkingur-C 6-0 (Víkingur C gefur leikinn)
KR-D – KR-E 3-6
HK-C – BM 3-6
Á næstunni verða úrslitin úr leikjunum sett á vef Tournament Software, sjá https://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=0B721535-C0C3-4C62-9D07-EF8BB768A7D0&draw=35
Forsíðumynd af liði BM úr myndasafni.
Uppfært 25.11. en úrslitum úr leik KR-D og KR-E hafði verið snúið við.


