Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið um helgina. Borðtennis er ekki formleg keppnisgrein að þessu sinni en við höfum mikinn áhuga á því að fá hana inn á næsta móti. En hins vegar er borðtennis á dagskrá á sunnudeginum 26. júní kl 11-14 og tekið á móti áhugasömu fólki sem vill spila.

Markmiðið er að setja upp óformlegt mót og stjórn BTÍ hvetur iðkendur sem eru 50 ára og eldri að mæta í Borgarnes á sunnudag en spilað verður í Hjálmakletti, menningarhúsi bæjarins.

Sjá dagskrá mótsins