Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennis á Egilsstöðum

Laugardaginn 7. október til þriðjudags 10. október var Mattia unglingalandsliðsþjálfari í borðtennis á Austurlandi við þjálfun. Tvær æfingar voru á laugardegi og ein á sunnudegi hjá Þristi á Egilsstöðum auk æfinga á Reyðarfirði á sunnudegi og mánudegi.

Á Egilsstöðum hafa 8 krakkar verið að mæta á æfingar hjá Þristi en þjálfari er Rafael Rökkvi Freysson. Þetta er annað nýlegt landnám á Egilsstöðum en fyrir ári síðan fór Bjarni Þorgeir Bjarnason, þjálfari HK, að kenna borðtennis og þetta styður enn betur við borðtennis á Austurlandi.

Það er virkilega ánægjulegt að sjá gróskuna í borðtennis á landsbyggðinni á þessu ári en eins og fjallað hefur verið um hefur borðtennis átt góðu gengi að fagna á Suðurlandi á þessu ári.

Myndir eru frá æfingu Þristsins á Egilsstöðum og auglýsingar um borðtennisæfingar.

 

 

Aðrar fréttir