Borðtennis á endurmenntunarnámskeiði íþróttakennara
Endurmenntunarnámskeið Félags íþróttakennara var haldið á Laugarvatni í vikunni. Borðtennis var á dagskrá námskeiðsins og þar kenndi Bjarni Þorgeir Bjarnason þjálfari HK grunnreglur og tækni borðtennisíþróttarinnar auk þess að miðla skemmtilegum æfingum sem kennarar geta haft í íþróttatímum. Halldóra Ólafs, formaður borðtennisstarfsins á Laugarvatni, var Bjarna innan handar við kennsluna.
Þetta námskeið hefur verið í dvala undanfarin ár, þar til Rúnar Sigríksson, annar tveggja borðtennisþjálfara UMF Neista á Djúpavogi hjálpaði til við að endurvekja það í ár. Það var einmitt hann sem hafði frumkvæði að því að það væri borðtenniskynning í ár og hafði samband við BTÍ.
Að sögn Bjarna tókst kennslan vel og kennarar voru áhugasamir. Myndin var tekin á námskeiðinu.