Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennis í Stundinni okkar

Fyrr í vor hafði Ríkisútvarpið samband við Borðtennissambandið til að kanna hvort útvega mætti sal fyrir upptökur á borðtennisinnslagi fyrir Stundina okkar. Innslagið var hluti af röð leikinna innslaga í þættinum þar sem krakkar læra ýmsar fjölbreyttar íþróttagreinar.

Úr varð að BH lánaði salakynni sín en leikmaður félagsins, Benjamín Bjarki Magnússon, 10 ára, hafði einmitt verið fenginn í hlutverk aðalleikara innslagsins.

Innslagið má sjá hér á tímanum 2:28-08:00. Þar sýnir Benjamín flotta takta þegar hann kennir fjórum jafnöldrum sínum og fullorðnum leikara grunnatriðin í borðtennis, nokkrar auðveldar æfingar og hvernig skal keppa, allt með léttum brag.

Með fréttinni fylgja nokkur skjáskot úr þættinum.

Aðrar fréttir