Borðtennis kynntur í vetrarfríinu í Mosfellsbæ
Borðtennisíþróttin var kynnt í Mosfellsbæ í vetrarfríinu þann 16.-19. febrúar.
Fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. febrúar voru æfingar fyrir krakka undir stjórn Gests Gunnarssonar, Ellerts Kristjáns Georgssonar og Karls A. Claesson. Um 30 krakkar mættu á æfingarnar.
Sunnudaginn 19. febrúar var fjölskyldutími í umsjón Bjarna Þorgeirs Bjarnasonar og mættu um 80 manns á þá kynnngu.
Eins og staðan er núna er engin borðtennisdeild starfandi í Mosfellsbæ en það stendur vonandi til bóta.