Borðtennisæfingar að hefjast hjá mörgum félögum
Þessa dagana eru borðtennisdeildir landsins flestar að hefja æfingar til undirbúnings fyrir komandi keppnistímabil. Á Facebook síðum og vefsíðum margra félaga má sjá auglýsingar um æfingartíma í borðtennis.
Meðal helstu tíðinda haustsins í þessu samhengi eru að æfingar á Vestfjörðum og Austurlandi eru í bið vegna flutninga þjálfara á höfuðborgarsvæðið.
Á hinn bóginn hafa æfingar hafist að nýju í Árnesi eftir að hafa legið í dvala í eitt ár.
Á flipanum Um BTÍ – Aðildarfélög á þessari má einnig finna upplýsingar um aðildarfélög BTÍ, sem flest bjóða upp á æfingar í vetur, sjá https://bordtennis.is/um-bti/adildarfelog/.
Á forsíðunni má sjá mynd úr myndasafni frá sumaræfingum Umf. Vísis.
Uppfært 3.9.


