Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisæfingar að hefjast

Nú styttist í að keppnistímabilið 2019-2020 hefjist. Haustæfingar eru hafnar eða að hefjast hjá mörgum félögum. Skoða má félög sem stunda, eða hafa stundað borðtennisæfingar undir flipanum „Um BTÍ – Aðildarfélög“ efst á þessari síðu. Þar má finna tengla á heimasíður margra félaga til að fá upplýsingar um æfingatíma en mörg félög eru einnig með Facebook síður. Í gegnum Facebook síðu BTÍ má sjá tengla á Facebook síður ýmissa félaga sem stunda borðtennis.

Félögin skiluðu umsóknum um mót keppnistímabilsins 2019-2020 til mótanefndar BTÍ fyrir 1. september. Mótanefnd vinnur nú að því að setja saman mótaskrá keppnistímabilsins, sem verður birt á næstunni. Sunnudaginn 22. september verður fyrsta mót keppnistímabilsins, þegar Borðtennisdeild KR heldur afmælismót. Fyrsta keppnishelgin í deildakeppni BTÍ verður 28.-29. september. Þá hefur verið tilkynnt um æfingabúðir í Færeyjum 25.-28. október.

Dagsetningar stærri móta hafa verið settar inn í dagatalið hægra megin á vefnum, þar sem þær liggja fyrir.

Aðrar fréttir