Borðtennisæfingar byrjaðar á Stokkseyri – opið hús 9. nóvember
Borðtennisæfingar eru byrjaðar á Stokkseyri á vegum ungmennafélagsins og var fyrsta æfingin mánudaginn 14. október. Þangað geta krakkar frá Stokkseyri og Eyrarbakka mætt á æfingar og er þetta þriðja íþróttin sem er í boði hjá félaginu. Æfingarnar fara fram á mánudögum kl. 14.45 og eru ætlaðar fyrir 3.-6. bekk. Þjálfari er Ruben Stebbi, sem þjálfar líka á Selfossi. Á staðnum eru núna 4 borð, en von er á fleirum.
Fyrirhugað er að hafa opið hús laugardaginn 9. nóvember kl. 11.-12.30 fyrir þá sem vilja kynna sér íþróttina og aðstöðuna betur.
Á forsíðunni má sjá stelpur sem mættu á fyrstu æfinguna en auk þeirra mættu líka nokkrir strákar.
Myndir frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.