Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

image description

Borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson byrjaðar aftur

Borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson eru byrjaðar aftur, en þær eru haldnar af Hannesi Guðrúnarsyni. Verkefnið er styrkt af Íþróttasjóði og er í samstarfi við Borðtennisdeild Víkings. Bakhjarl verkefnisins er www.pingpong.is.

Æfingarnar hófust mánudaginn 13. janúar kl. 13:00 og eru haldnar í húsnæði Borðtennisdeildar Víkings í TBR húsinu Gnoðarvogi 1, neðri hæð (lyfta er til staðar, tala við afgreiðslu). Æfingar verða alla mánudaga og fimmtudaga kl. 13:00-14:30.
Þáttakendur mæti með íþróttaskó eða annan heppilegan skófatnað, vatnsflösku og góða skapið! Borðtennisspaðar eru á staðnum.

Þáttaka er öllum að kostnaðarlausu en frjálst er að styðja við þetta verkefni með framlögum, faðmlögum, klappi á bakið eða brosi frá hjartanu.

Uppfært 17.1.

Aðrar fréttir