Borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson byrjaðar aftur
Borðtennisæfingar fyrir fólk með Parkinson eru byrjaðar aftur, en þær eru haldnar af Hannesi Guðrúnarsyni. Verkefnið er styrkt af Íþróttasjóði og er í samstarfi við Borðtennisdeild Víkings. Bakhjarl verkefnisins er www.pingpong.is.
Æfingarnar hófust mánudaginn 13. janúar kl. 13:00 og eru haldnar í húsnæði Borðtennisdeildar Víkings í TBR húsinu Gnoðarvogi 1, neðri hæð (lyfta er til staðar, tala við afgreiðslu). Æfingar verða alla mánudaga og fimmtudaga kl. 13:00-14:30.
Þáttakendur mæti með íþróttaskó eða annan heppilegan skófatnað, vatnsflösku og góða skapið! Borðtennisspaðar eru á staðnum.
Þáttaka er öllum að kostnaðarlausu en frjálst er að styðja við þetta verkefni með framlögum, faðmlögum, klappi á bakið eða brosi frá hjartanu.
Uppfært 17.1.