Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisæfingar hafnar á Laugarvatni

Á þessu ári hefur verið mikil gróska í borðtennisstarfi á landinu, ný félög spretta upp víða um land og þar fer Suðurland fremst í flokki. Nýjasta viðbótin þar er nýstofnuð spaðadeild UMFL á Laugarvatni þar sem boðið er upp á badminton og borðtennis.

Starfið hefst af miklum krafti en allt að 40 krakkar mæta á spaðaæfingar tvisvar í viku. Af þeim eru 20-30 að spila borðtennis. Deildin er með tvö borð en unnið er að því að fjölga borðum sem fyrst með styrkjum.

Halldóra Ólafs, Íslandsmeistari í borðtennis 2003 og 2011, er fyrsti formaður deildarinnar og mikill fengur að því að fá hana til liðs við íþróttina á nýjan leik.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af æfingu með Mattia unglingalandsliðsþjálfara, Magnúsi Gauta landsliðsmanni og Halldóru Ólafs.

Halldóra Ólafs formaður spaðadeildar og Elías Bergmann Jóhannsson formaður UMFL

 

Aðrar fréttir