Borðtennisæfingar hafnar á Sauðárkróki
Helgina 6.-7. janúar 2023 var haldið borðtennisnámskeið á Sauðárkróki í samstarfi BTÍ og sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Á laugardeginum var opið hús í 2 klukkustundir og á sunnudeginum var æfing í 90 mínútur. Báða dagana mættu um tíu manns (um helmingur fullorðnir og helmingur unglingar) sem stefna á að mæta á vikulegar æfingar kl. 17-19 í Húsi frítímans. Þetta framtak kemur í kjölfarið af viðræðum í haust, eftir að töluverður áhugi kom í ljós á íþróttinni á unglingalandsmóti UMFÍ í sumar: https://bordtennis.is/bordtennis-kynntur-a-unglingalandsmoti-umfi-5-agust/
Nýr þjálfari á Sauðárkróki er Élise Plessis, hótelstarfsmaður og teiknari frá Frakklandi, sem hefur búið á Íslandi í þónokkur ár og æfði borðtennis lengi sem barn og unglingur. Henni til halds og trausts verður Starri Heiðmarsson, sem borðtennisfólk þekkir úr starfi Æskunnar á Svalbarðsströnd. Æskan flutti og lánaði tvö af borðum sínum til að starfið á Sauðárkróki mætti verða að veruleika.
Mattia unglingalandsliðsþjálfari fór norður og aðstoðaði við það að koma starfinu af stað. Þá náði hann að þjálfa eina æfingu hjá Akri á sunnudagseftirmiðdegi sem hluti af útbreiðslustarfi BTÍ.
Myndirnar með fréttinni koma frá Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur og frá UMFÍ. Myndirnar eru frá Sauðárkróki og teknar 6.-7. janúar. Neðsta myndin er frá heimsókn Auðar á Sauðárkrók í ágúst og næstneðsta myndin var tekin á æfingu hjá Akri.
<img src="https://bordtennis.is/wp-content/uploads/2024/01/Saudarkrokur-jan-2024-1.jpeg" alt="" width="300" height="225" class="alignnone size-medium wp-image-7370" /