Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisæfingar hafnar í Árnesi

Eftir því var tekið á aldursflokkamóti BH 7. október síðastliðinn að keppendur frá UMF Gnúpverja og UMF Skeiðamanna mættu til leiks. Um er að ræða tvö ný félög í Borðtennissambandi Íslands, en þau standa sameiginlega að æfingum í Árnesi alla þriðjudaga.

Þjálfari er Rubén Ilera Lopez, Selfyssingur, sem er lykilmaður í útbreiðslu borðtennisíþróttarinnar á Suðurlandi í haust, þar sem hann þjálfar auk framangreinds einnig vikulega fyrir UMF Selfoss, UMF Laugdæla á Laugarvatni, Garp á Laugalandi og Dímon á Hvolsvelli.

Félögin njóta góðs af akstursstyrk BTÍ og hefur útbreiðslunefnd BTÍ tekið virkan þátt í að tengja rétt fólk saman og gefa góð ráð til að koma starfinu af stað. Á myndum með fréttinni, sem sýna fyrstu tvær æfingar Gnúpverja og Skeiðamanna, eru auk Rubéns Þórður Ingvason, forstöðumaður borðtenniss hjá Gnúpverjum.

Aðrar fréttir