Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisæfingar víða að hefjast

Þessa dagana eru borðtennisdeildir landsins flestar að hefja æfingar til undirbúnings fyrir komandi keppnistímabil. Á Facebook síðu BTÍ eru kynningar frá stærstu félögunum með upplýsingum um æfingatíma, og er áhugasömum bent á að kynna sér þær upplýsingar.

Á þessari síðu má einnig finna upplýsingar um aðildarfélög BTÍ, sem flest bjóða upp á æfingar í vetur, sjá https://bordtennis.is/um-bti/adildarfelog/.
Eitt af nýjustu aðildarfélögunum er Umf. Þristur á Fljótsdalshéraði, sem verður með æfingar í vetur.
Forsíðumynd af tveimur af þeirra leikmönnum, tekin af Facebook.

Aðrar fréttir