Borðtennisbúðir Konfúsíusarstofnunar
Dagana 1. – 9 júlí mun Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir bortennisbúðum í íþróttahúsi Hagaskóla. Um er að ræða einstakt tækifæri fyrir alla borðtennisspilara stóra sem smáa að njóta þess að æfa og spila bortennis undir leiðsögn frábærra þjálfara. Auk þess sem boðið verður upp á að læra kínversku með borðtennisívafi í leiðinni. Haldnar voru sambærilegar búðir árið 2022 sem gengu vel.
Tímabil í boði og verð:
Hægt er að velja um 3 tímabil:
Allan tímann, 1. 9. júlí – 25.000 kr.
1. – 5. júlí – 18.000 kr.
6. – 9. júlí – 18.000 kr.
Dagskrá:
Búðirnar standa yfir daglega kl. 9 – 16 með hádegishléi kl. 12 -13.
Skipulag yfir daginn er eftirfarandi:
9:00 – 10:30: Æfingalota 1
Allur hópurinn saman – áhersla á fótavinnu, skipti á milli forhandar og bakhandar, blokk og „loop against loop“
10:30 -12:00: Æfingalota 2
Skipt upp í tvo hópa. Hópur 1 kínverska, hópur 2 æfingar
12:00 – 13:00: Hádegishlé (þátttakendur taki með sér nesti)
13:00 – 14:30: Æfingalota 3
Hópur 2 kínverska, hópur 1 æfingar
14:30 – 16:00: Æfingalota 4
Allur hópurinn saman – spilaðir leikir