Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisdeild stofnuð í Bolungarvík

Borðtennisæfingar eru byrjaðar hjá UMFB í Bolungarvík og verða alla mánudaga og miðvikudaga í vetur. Fyrstu tvær æfingarnar voru 21. og 23. október og sér Amid Derayat, HK um þjálfun. Amid hefur áður séð um þjálfun ungmenna í HK, hefur tekið 1. stigs þjálfaragráðu ITTF og flutti nýverið til Ísafjarðar vegna starfs síns.

Æft er í grunnskóla Bolungarvíkur og verða fjögur borð til afnota innan skamms. Fyrstu vikuna mættu iðkendur frá Japan og Póllandi auk Íslands, frá Bolungarvík og Ísafirði, fatlaðir og ófatlaðir. Þetta er önnur íþróttin í félaginu með þjálfara um þessar mundir en hjá UMFB er einnig öflug sunddeild.

Með fréttinni fylgja myndir frá fyrstu tveimur æfingunum. Trausti Salvar Kristjánsson formaður UMFB segir að vonandi fjölgi stelpum á næstu vikum.

BTÍ stefnir á að aðstoða þessa nýju deild með æfingahelgi sem allra fyrst og býður Vestfirðinga hjartanlega velkomna í borðtennissamfélagið.

Aðrar fréttir