Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisfólk ársins 2017

 

Magnús Gauti Úlfarsson BH og Aldís Rún Lárusdóttir KR hafa verið kosin borðtennismaður og borðtenniskona ársins 2017.

Magnús Gauti Úlfarsson BH:

Magnús Gauti er aðeins 17 ára gamall. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann skipað sér sess í karlalandsliðinu.  Er hann margfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum og hefur hann ekki tapað leik með félagsliði sínu í upphafi tímabils 2017-2018. Er hann góð fyrirmynd fyrir aðra upprennandi leikmenn íþróttarinnar.

Aldís Rún Lárusdóttir KR:

Aldís Rún er margfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni kvenna og tvíliðaleik. Varð hún Íslandsmeistari 2017 í liðakeppni kvenna og í tvenndarleik. Hefur hún í gegnum tíðina verið burðarás í landsliðinu og mikilvægur hlekkur í borðtennishreyfingunni á Íslandi. Er Aldís fylgin sér og glæsileg fyrirmynd innan vallar sem utan.

Eru þau Magnús Gauti og Aldís Rún íþróttinni til sóma.

Óskar stjórn BTÍ þeim Magnúsi Gauta og Aldísi Rún til hamingju með kosninguna.

Aðrar fréttir