Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtennisfólk ársins með viðurkenningar sínar

Borðtennisfólk ársins, þau Magnús Jóhann Hjartarson og Nevena Tasic, bæði úr Víkingi, fengu viðurkenningar sínar afhentar þann 29. desember, í hófi í tilefni af vali á íþróttamanni ársins.
Forsíðumyndin var tekin við þetta tækifæri.

 

Textinn hér fyrir neðan var lagður fram með vali þeirra Magnúsar og Nevenu.

 

Borðtenniskarl ársins: Magnús Jóhann Hjartarson
Aldur: 24 ára
Félag: Víkingur
Magnús Jóhann varð Íslandsmeistari karla árið 2022 þar sem hann á leið sinni í úrslitin vann m.a. Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Einnig er hann margfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni. Í vetur hefur Magnús Jóhann dvalið í Suður Kóreu við nám, æfingar og keppni í borðtennis. Hann er frábær íþróttamaður, ósérhlífinn, þrautseigur, agaður og frábær liðsfélagi.

 

Borðtenniskona ársins: Nevena Tasic
Aldur: 31 ára
Félag: Víkingur
Nevena er Íslandsmeistari kvenna og einnig Íslandsmeistari í liðakeppni kvenna auk þess sem hún sinnir þjálfun yngri flokka hjá Víkingi. Nevena hefur verið mikill styrkur fyrir íslenska landsliðið þar sem hún dregur vagninn, bæði á æfingum og í keppni og hefur hún lyft upp getu annarra leikmanna í landsliðinu. Nevena er frábær fyrirmynd og enn betri liðsfélagi.

Aðrar fréttir