Borðtennishelgi í Grunnskóla Borgarfjarðar
Haustið heldur áfram að gefa í borðtennis, áhuginn á íþróttinni er augljóslega mjög vaxandi og fyrirspurnum til BTÍ um iðkun og þjálfun hefur fjölgað mikið síðustu vikur og mánuði eins og fréttir á bordtennis.is bera vitni um.
Nýjasta dæmið um slíkan áhuga er þegar Helga J. Svavarsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar, setti sig í samband við BTÍ og fékk Mattia unglingalandsliðsþjálfara til að stýra á föstudegi og laugardegi svokallaðri smiðjuhelgi fyrir unglingadeild skólans.
Á föstudegi var löng æfing og á laugardegi var mót þar sem 22 unglingar tóku þátt þar sem David Konrad Bartoszek varð borðtennismeistari Grunnskóla Borgarfjarðar.
Mattia afar hrifinn af gæðum kennslu í skólanum, samskiptum nemenda og kennara og jákvæðum skólabrag.
Meðfylgjandi eru myndir frá æfingunni og af sigurvegaranum David og Mattia.