Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskarl og kona ársins 2022

 

Niðurstaða er komin í kjöri á borðtenniskarli og konu ársins 2022.

Að þessu sinni voru kjörin þau Magnús Jóhann Hjartarson karlamegin og Nevena Tasic kvennameginn.

Borðtenniskarl ársins: Magnús Jóhann Hjartarson
Aldur: 24 ára
Félag: Víkingur
Magnús Jóhann varð Íslandsmeistari karla árið 2022 þar sem hann á leið sinni í úrslitin vann m.a. Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Einnig er hann margfaldur Íslandsmeistari í liðakeppni.  í vetur hefur Magnús Jóhann dvalið í Suður Kóreu við nám, æfingar og keppni í borðtennis. Hann er frábær íþróttamaður, ósérhlífinn, þrautseigur, agaður og frábær liðsfélagi.
Borðtenniskona ársins: Nevena Tasic
Aldur: 31 ára
Félag: Víkingur
Nevena er Íslandsmeistari kvenna og einnig Íslandsmeistari í liðakeppni kvenna auk þess sem hún sinnir þjálfun yngri flokka hjá Víkingi. Nevena hefur verið mikill styrkur fyrir íslenska landsliðið þar sem hún dregur vagninn, bæði á æfingum og í keppni og hefur hún lyft upp getu annarra leikmanna í landsliðinu. Nevena er frábær fyrirmynd og enn betri liðsfélagi.

Aðrar fréttir