Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna verður laugardaginn 30. janúar

Borðtenniskeppni Reykjavíkurleikanna (Reykjavík International Games) verður laugardaginn 30. janúar í TBR-húsinu. Keppni í karlaflokki hefst kl. 15 og í kvennaflokki kl. 16.

Allt besta borðtennisfólk landsins tekur þátt í mótinu. Auk þess mætir aftur til leiks sænski leikmaðurinn Emil Oskar Sigurd. Ohlsson, sem sigraði á mótinu í fyrra. Einnig tekur Ungverjinn Csanád Forgács-Bálint, sem búsettur er á Íslandi, þátt í mótinu.

Plakat um mótið: RIG 2016

Á forsíðumyndinni má sjá sigurvegarana á RIG 2015, Emil Oskar Sigurd. Ohlsson og Kolfinnu Bergþóru Bjarnadóttur.

 

ÁMU skv. upplýsingum frá Pétri Stephensen

Aðrar fréttir