Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskynning á Hólmavík

Mánudaginn 2. júní síðastliðinn klukkan 14:30 stóð Borðtennissamband Íslands fyrir borðtenniskynningu í félagsheimilinu á Hólmavík. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður, mætti og naut aðstoðar Magneu Drafnar Hlynsdóttur, formanns Ungmennafélagsins Geislans, við kennslu. Nítján grunnskólabörn, eða tæplega hálfur grunnskóli Hólmavíkur, mættu. Farið var í ýmsa leiki, eins og hringborðtennis, haldið á lofti og eldri börnin kepptu sín á milli.

Ágætis borðtennishefð hefur skapast hjá Ungmennafélaginu Geislanum, þar sem borðtennismót er haldið alla páska og vandað til dómgæslu. Þar að auki hefur borðtennis verið hluti af svokallaðari B-mótaröð félagsins, þar sem íþróttir sem byrja á B eru iðkaðar.

Borðtennissamband Íslands þakkar fyrir samstarfið í þessum skemmtilega viðburði og vonast til að sjá fleira af keppendum Geislans í náinni framtíð.

Aðrar fréttir