Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskynning í Hvassaleitisskóla

Föstudaginn 10. október stóð útbreiðslunefnd BTÍ fyrir borðtenniskynningu í Hvassaleitisskóla, eftir að Brynja Ómarsdóttir umsjónarkennari í þriðja bekk hafði haft samband við BTÍ. Brynja kennir list- og verkgreinatíma einu sinni í viku og vill nýta hann í borðtenniskennslu þar sem eitt borð er í kennslustofu á 2. hæð skólans. BTÍ gaf skólanum tíu kúlur og tvo spaða og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, formaður BTÍ mætti á svæðið og kenndi um tuttugu börnum og tveimur kennurum reglur og leiki í borðtennis í eina kennslustund.

Krakkarnir voru afar áhugasamir og nutu þess að læra og spila samvinnuhringborðtennis. Fram kom að einn strákur í bekknum var þegar iðkandi hjá borðtennisdeild Víkings og var gaman þegar krakkarnir í bekknum sáu í því samhengi að hann var langbestur í hópnum.

Vonandi er þetta upphaf að jákvæðri borðtennismenningu í Hvassaleitisskóla og væri gaman ef fleiri börn úr bekknum byrja að æfa.

Aðrar fréttir