Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.

Borðtenniskynning í Þjórsárskóla þann 24. maí

Fimmtudaginn 24. maí sl. fór fram kynning á borðtennis í Þjórsárskóla en það er grunnskóli í Árnesi (við Selfoss) fyrir 1.-7. bekk. Þeir bræður Skúli og Gestur Gunnarssynir sem eru leikmenn og þjálfarar í KR sáu um kynninguna.

Frábær stemmning var í búðunum og voru nemendur mjög áhugasamir. Var þeim bent á æfingar í Dímon á Hvolsvelli í lok kynningarinnar.

Kann BTÍ þeim Skúla og Gunnari bestu þakkir fyrir að annast kynningu í skólanum.

Hér að neðan eru myndir frá kynningunni.

 

 

Aðrar fréttir